föstudagur, mars 18, 2005
Vorkoma?
Þá hefur vetur kallinn haft yfirhöndina í bili, og ég sem sat úti í gær í þessum stól, las blaðið og naut vorblíðunnar. Nú er þessi árstíð sem ég líki við stríði á milli náttúruaflanna. Vetur konungur og sumarið eru að berjast um það hvor ætlar að ráða, og vegna þess að ég veit hver vinnur að lokum í þetta sinnið þá hef ég bara gaman af að fygjast með baráttunni. Stríðið sveiflast öfganna á milli hvort sem það er dagssveifla hitastigsins eða ástand ofankomunnar, ýmist er hún í fljótandi formi eða í snjókristöllum. Í gærmorgun var 12 stiga frost en 8 stiga hiti yfir daginn, í dag er sumsé kafaldssnjókoma en á að hlýna á sunnudaginn og rigna á mánudaginn. Það snjóaði um 30 sentímetra í nótt og á að snjóa annað eins í dag og kvöld, svo ætlar hann að gefa sig eftir það og áður en ég veit af verður kominn 30 stiga hiti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flott mynd af vetri og vori (stólarnir!),
Halur
Skrifa ummæli