fimmtudagur, nóvember 10, 2005
haust
Það er komið haust hérna hjá okkur, reyndar hefur haustið verið fádæma hlýtt og gott, en núna í morgunsárið er 5 stiga frost, héla, heiðskírt, og sólin að koma upp. Þetta er fallegur morgun á minn mælikvarða. Mínir uppháldsmorgnar eru sunnudagsmorgnar þegar snjór er yfir öllu, við Halli ein í eldhúsinu að lesa New York Times yfir kaffibolla og ristuðu brauði og dádýr á vappi fyrir utan. Ég held að þetta sé þriðja frostnóttin þetta haustið. Þegar ég var að kenna á skíðum þá opnuðum við alltaf daginn eftir Thanksgiving og á morgun eru tvær vikur í það. Það má mikið breytast í veðráttunni til að það takist. Ég er farin að hlakka til Thanksgiving, það er svo góð hátíð...engar gjafir bara góður matur, fullt af fólki og svo Trivial á eftir. Kristín kemur reyndar ekki heim og það verður því stórt gat hér á bæ, en hún var hjá okkur í síðustu viku þegar hún var í haustfríinu. Hún vildi frekar koma heim þá en á Thanksgiving.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
mikið er gott að sjá lífsmark á þessari síðu á ný og stemmingin greinilega góð. við ingólfur reyðfirðingur og þilskipaskrásetjari munum fljúga yfir ykkur annaðkvöld. millilendum örstutt í miniapolis á leið til sandiego á læknaþing. þetta er fyrsta ferð okkar saman til útlanda og nokkur tilhlökkun. á dagskrá er að fara til hollívúdd og ef vel tekst til að meika það að íslenskum sið. munum auðvitað líka athuga með fallhlífar og ef færi gefst hoppa út á réttum stað.
kv
RA.
Við vinkum til ykkar!
Skrifa ummæli