fimmtudagur, desember 01, 2005

30

Fyrsti des 1975. Í dag eru þrjátíu ár. Oftast yndisleg, skemmtileg, óútreiknanleg, spennandi. Stundum kvíðafull, erfið, döpur. Alltaf full af lífi, orku. Alltaf eitthvað um að vera. Aldrei lognmolla. Við bæði með ómælda orku, framkvæmdagleði og skap. Því eru oft árekstrar, en þeir orðið mildari með árunum, hornin að slípast af okkur báðum. Eftir eitt ár verðum við orðin ein í koti. Börnin flogin á vit ævintýra og þeirra eigin lífs, og við að byrja okkar, okkar tveggja, uppá nýtt, en aldrei barnlaus samt, sem betur fer.

4 ummæli:

Kristin sagði...

maaaaammmaaaaaaa! mér finnst 1. des. mikilvægari dagur heldur en 22. nóvember, eða hvenar sem það er að pabbi heldur að brúðkaupsafmælið ykkar er...

til hamingju!

þín kristín.

Guðný Pálína sagði...

Til hamingju með árin 30 Kata og Halli ;o) Þann 30.nóv urðu þetta 20 ár hjá okkur Val. Það sem tíminn líður...

Katrin Frimannsdottir sagði...

Takk og sömuleiðis Guðný mín. Mér finnst þetta hafa verið fyrir mörgum lífum síðan, enda við Halli gengið í gegnum mörg mismunandi tímabil í lífinu.

ærir sagði...

til hamingju með árin, -man þá tíð, enda nágranni bóndans á sama gangi á þeim árum. til siðs var að láta taka myndir af sér. á ekki að birta myndir frá 1. des ljósmyndaranum á þessum degi???

Hlakka annars til að hitta ykkur um miðjan mánuðinn eða þar um bil. Mæli svo með laufabrauði þrátt fyrir hollustuátak sem er greinilega vísindalegra en mitt sem er að renna út í sandinn eins og venjulega. þarf sennilega svona fínar græjur og einkaþjálfara sem ekki gefst jafnauðveldlega upp og minn síðasti og eini.....(skv sálarfræði kallast þetta yfirfærsla hugmynda og vanda, -held ég, en það er annað mál og flóknara). /R