laugardagur, desember 31, 2005
Litið til baka
Nú árið er liðið í aldanna skaut, og eldrei það kemur til baka..... Mér hefur alltaf fundist þessi orð svo falleg og fádæma vel sagt af honum Valdemar Briem hvað gerist við tímann. Ég hef áttað mig á því betur og betur hversu dýrmætur tíminn er. Ég get keypt allt milli himins og jarðar nema tíma, það er engin heimasíða til sem selur tíma. Þetta hefur orðið til þess að ég reyni að fara vel með hann og passa uppá hvað ég geri við hann. Þetta á þá sérstakleg vel við um tíma Halla og barnanna, það er ekki svo oft sem við erum með börnunum og það þarf að nota þann tíma vel og Halli vinnur mikið og þess vegna er það enn meira áríðandi að nota vel þann litla tíma sem gefst. Ekki það að það kalli á gerðir og athafnir, það þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað, heldur þarf að passa uppá að tala saman, njóta þagnarinnar saman, hafa hlýju á milli okkar, samkennd, vináttu og notalegheit. Okkur líður vel saman og finnst gott að hnoðast og veltast hvert innan um annað í eiginlegum og óeiginlegum skilningi. SKíðaferðir hafa verið hvað bestar að okkur finnst. Þá erum við öll nokkurnveginn saman allan daginn og komum heim dauðþreytt og ekki uppá marga fiska og því eru það oftast leikir, bíómyndir eða snjónvarp sem við dundum okkur við áður en lagt er í hann aftur næsta morgun. Ferðalög okkar um Bandaríkin þver og endilöng með börnunum hafa skilið eftir margar yndislegar minningar og jafnvel þótt við höfum eytt ótrúlega mörgum klukkutímum í akstur þá eru stundirnar innan ramma bílsins mikilvægar í þeim skilningi að það er ekkert hægt að gera annað en að vera saman, på godt og på vondt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gleðilegt nýtt ár Kata mín og fjölskylda og takk fyrir síðast. Það var virkilega gaman að hitta ykkur þó í mýflugumynd væri - allt er betra en ekkert hvað samveru við vini snertir :-)
Takk sömuleiðis Guðný mín. Gangi ykkur allt í haginn á nýju ári.
Sæl Kata
Ég er búinn að reyna að send þér mail vegna 30 ára stúdentsafmælisins okkar. Geturðu sent mér netfangið þitt eða staðfestingu á að þú hafir fengið mail frá mér.
Kveðja frá Akureyri
Addi
Skrifa ummæli