mánudagur, janúar 02, 2006
2006
Þá er að takast á við nýtt ár, ár þar sem við Halli verðum ein í koti síðsumars. Öll börnin þá flogin úr hreiðrinu, allavega svona fyrstu flugtökin. Annað ár átaka hjá honum á hlaupavellinum. Ætlar aftur að hlaupa Laugaveginn, núna með Kristínu og nokkrum öðrum vinum hér í bæ. Við Karólína ætlum ekki að hlaupa með en verðum í klappliðinu. Ég ætla mér að fá fasta vinnu núna þegar ég verð í barnlausu húsi. Ég er enn að bíða eftir svari frá Mayo um stöðu sem ég sótti um fyrir löngu síðan "Director of Education at the Simulation Center". Þetta er eitt af fullkomnustu simulation kennslusvæðum í heiminum, þarna á að kenna og æfa heilbrigðisstéttir áður en að sjúklingum kemur. Það er kominn tími til að sjúklingar séu ekki notaðir til æfinga og þjálfunar. Ég er víst ein af tveimur umsækjendum eftir á listanum hjá þeim. Ég er nú samt orðin úrkula vonar, það er orðið svo langt síðan ég sótti um og ég hef ekkert heyrt í tvo mánuði eða svo. Ef það hefst ekki þá er að leita áfram og sinna þeim verkefnum sem ég hef og bíða eftir tækifærum sem birst gætu. Ég get nú svo sem, og náttúrulega ekki, ekki farið í fulla vinnu því þá bind ég mig niður í báða skó og get hvorki heimsótt börnin né Ísland eins oft og ég vil og það væri nú alveg ómögulegt. Það verður víst ekki bæði sleppt og haldið!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Góðir hlutir gerast hægt. Svo gerast þá bara aðrir betri ef núverandi plan gengur upp. Skráið mig í klappliðið, fyrst ég fæ ekki að fara á Kólaskaga þá má ekki minna vera enn að klappa. Gætti mætt með hrossin til að hirða upp þá sem falla úr, en það verða víst ekki vinir mínir úr menntaskóla. Frekar verður blóði spýtt.
Minn maður hefur ekki breyst, hann gefst ekki upp nema eitthvað alvarlegt sé að, og það sem meira er, hann á dóttur sem er alveg eins, verri ef eitthvað er! Þau verða fín saman í sumar.
Skrifa ummæli