þriðjudagur, janúar 31, 2006

Þá er rútínan að ná völdum aftur. Vinna, skóli, heimili, ræktin, körfuboltaleikir, vinna, skóli...... Annars var ég að bæta á mig þjálfun hjá róðrarliðinu. Ekki það, ég veit ekki nokkurn skapaðan hlut um róður annað en að hafa horft á hann í ein fimm ár og heyrt Kristínu og vinina tala um róður öllum stundum og ég er svo sem ekkert að koma nálægt bátunum. Hér er enda kalt og frosið á allsstaðar. Ég ætla að hjálpa til við undirbúningsþjálfunina og það klukkan fimm að morgni. Ég samþykkti að gera þetta einu sinni í viku, fimm að morgni er ansi snemmt, í fyrramálið vakna ég fyrir allar aldir til að fara í ræktina þar sem þau æfa. Það verður gaman að sjá hvort ég get haldið utan um 45 manna hóp af unglingum löngu fyrir sólarupprás. Ég á nú örugglega eftir að fá mér kríu seinni partinn á morgun.

Ég er búin að koma Hawaii myndum í albúm -þetta er svo einfalt þegar engin framköllun er- og hægt er að líta á þau á

http://homepage.mac.com/bjarn001/PhotoAlbum15.html
http://homepage.mac.com/bjarn001/PhotoAlbum14.html
http://homepage.mac.com/bjarn001/PhotoAlbum13.html

Engin ummæli: