mánudagur, janúar 09, 2006

FL

Í dag er hálfgerður sorgardagur hér í miðvestrinu. Fj... fyrirtækið sem heitir allrahanda vitlausum nöfnum með group hér og þar en við köllum alltaf Flugleiðir uppá íslensku tekur sér frí frá Minneapolis fluginu fram til 13. mars. Ég skil ekki ákvarðanir þessa fyrirtækis, Northwest Airlines sem sér um 80% af flugi um flugvöllinn er í greiðslustöðvun og hefur verið frá því í sumar, hefur skorið niður mikið af Evrópufluginu og Flugleiðum væri í lófa lagið að nýta sér ástandið og fylla nokkrar vélar á viku og vinna þar með markað. En ó nei, þeir geta víst "lifað án Minneapolis flugsins því það gerðu þeir í öll þessi ár áður en Minneapolis varð eitt af viðamestu áfangastöðunum þeirra." Þetta er nánast bein tilvitnun í höfðingjana í markaðsdeildinni þeirra. Minneapolis flugið hefur væntanlega ekkert með velgengni fyrirtækisins að gera og það eru þrátt fyrir allt átta ár síðan þetta flug byrjaði og það er heil eilífð í markaðslífi fyrirtækja. Þetta er algerlega ofvaxið mínum skilningi. Ég veit ekki hversu margir hafa hringt í mig eða spurt mig útí þessa ákvörðun, og það er bara ég sem rek ekki ferðaskrifstofu eða ferðaþjónustu. Fólk sem ætlaði að fljúga í gegnum Ísland á leið sinni til Evrópu og vildi nota tækifærið og stoppa á Íslandi. Ég get rétt ímyndað mér hvernig markaðsstjórinn hérna hefur það, ég þarf reyndar ekki að ímynda mér neitt, við höfum talað um þetta oft og iðulega og er hún ekki ánægð því hún hefur verið að byggja upp markaðinn í þessi ár og nú er bara "við fljúgum ekki á Minneapolis fyrr en í vor."

Engin ummæli: