fimmtudagur, janúar 19, 2006
Við höfum það alveg ótrúlega gott hérna á Hawaii. Halli meira að segja fór á ströndina með mér í dag! Það hefur aldrei gerst áður. Eftir 9 tíma flug frá Minneapolis til Honolulu og svo frá Honolulu til Island of Hawaii þá komumst við alla leið í gærkveldi. Það var sól og blíða í dag. Reyndar vöknuðum við þegar gnauðaði all hressilega í vindinum. Hljóðin minntu okkur á Lönguklöpp en pálmatrén úti pössuðu ekki. Við fórum svo í langan göngutúr á ströndinni, Halli svo út að hlaupa, ég í leikfimi, gengum svo á golfvöllinn og þangað fer ég vonandi flesta dagana okkar hér, og svo var það sumsé ströndin. Eins og sjá má á myndinni þá passaði Halli sig á því að breiða vel yfir sig svo það kæmist nú örugglega engin sól nálægt honum. Hin myndin er af útsýninu héðan af svölunum. Ekki svo slæmt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli