miðvikudagur, janúar 11, 2006

Kennsla

Ég fer að kenna á þriðjudaginn, kenna hópi fólks að taka viðtöl. Ekki við sjúklinga heldur annað starfsfólk. Ég hlakka til, þetta verður ágætis tilbreyting. Þetta verður fjögurra klukkutíma kúrs, vonandi lifandi og fullur af umræðu, spurningum og vangaveltum allskonar. Ég ætla að reyna að hafa í huga allar fjórar lærdómsaðferir fólks og allt hitt í kennslufræðinni og laga þetta að þörfum allra....þetta er sumsé það sem ég kalla einstaklingsmiðað nám, ekki það sama og túlkun margra á Íslandi á fyrirbærinu. Þar sem einstaklingsmiðað nám er talið vera það sama og einkanám, þar sem hver og einn er með sitt eigið plan. Ég lít þannig á að einstaklinsmiðað nám gangi útfrá þeim forsendum að við lærum öll á mismunandi hátt og kennarinn þarf alltaf að hafa það í huga og laga sig að þörfum allra þannig að hefðbundnar kennsluaðferðir eru notaðar en kennt er útfrá forsendum allra fjögurra lærdómsaðferðanna -thinker, doer, watcher and feeler- Rannsóknir hafa sýnt að það er sumsé hægt að skipta aðferðunum niður í fjóra hópa (sumir segja þrjár, en ég aðhyllist fjórum). Flest okkar nota allar fjórar aðferðirnar, bara meira af einni en annarri. Svo breytast þarfirnar eftir því sem við vitum meira og köfum dýpra í vðfangsefnið og þess vegna er það svo áríðandi að kennarinn miði alltaf við allar fjórar aðferðirnar þegar kennsla er undirbúin því við erum öll á mismunandi stöðum í glímunni við lærdóminn. Flest fullorðið fólk er sér meðvitað um hvernig því finnst best að læra, ég er t.d. meira fyrir það gefin að horfa á í byrjun en færi mig fljótlega yfir í að gera hlutina. Svo einhverntíma seinna fer ég að velta fyrir mér hlutunum. Ég er t.d. lítið gefin fyrir tilfinningalega hlutinn í lærdómi en ég hef haft nemendur sem byrja allan lærdóm útfrá þeim forsendum og þurfa að vita allt sem lítur að tilfinningunni, annaðhvort líkamlegri eða andlegri, og það eru mér erfiðustu nemendurnir því þeir eru svo ólíkir mér í hugsun. En þetta er nú það sem er svo skemmtilegt við kennslu, þessi endalausi challenge að fá ljósið til að kvikna a perunni.

1 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Gangi þér vel í kennslunni Kata mín, ég efast ekki um að þú rúllar þessu upp ;-)