mánudagur, janúar 23, 2006
Enn einn yndislegur dagur að kvöldi kominn í Pólínesíunni. Það er svo gott að vera á tuttugustu breiddargráðu, lítilli eyju þar sem stutt er milli fjalls og fjöru, náttúran eins og úr ævintýrunum um draumaveröldina, mannskeppnan búin að setja sitt mark en hér í kringum okkur hafa þarfir náttúrunnar verið teknar til greina og náttúru undrin fengið að halda sér. Það voru reyndar vonbrigði að sjá hversu miklu hefur verið breytt, rutt, mokað, flutt og grafið í kringum golfvöllinn sem ég spilaði í dag. Golfvöllurinn sjálfur er fallegur en í kring er búið að troða húsum og íbúðum á hvern fermetra sem hægt er að troða á. Skrapa hraunið og fletja það út á meðan eldri lóðirnar eru með gamlar, ósnertar hraunhellur alveg heima við dyr og flóran og fánan að sama skapi náttúruleg í umhverfinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mmmmmmm!
Skrifa ummæli