sunnudagur, janúar 22, 2006

Enn a Hawaii

Mikið voðalega er ég heppin að foreldrar mínir kynntu mig fyrir golfíþróttinni fyrir margt löngu. Ég spilaði í gær á einhverjum fallegasta velli sem ég hef komið á um dagana. Hann minnti mig um margt á völlinn í Eyjum og á Hvaleyrinni því þetta er sjávarvöllur með margar brautir byggðar í hrauninu.....það vantaði bara kuldann og rigninguna af suðurlandi og svo voru náttúrulega pálmatré, blómstrandi tré og furðufuglar -dýrategundin- á vappi útum allt. Fyrir utan teiginn á myndinni hér fyrir neðan voru hvalir að leik, það var greinilega mjög gaman hjá þeim því það var hávaði og læti í þeim og þeir hoppuðu um sjóinn eins og smáfiskar.

Ekki skemmdi fyrir að ég spilaði eins og engill!

Engin ummæli: