föstudagur, janúar 13, 2006

Það er kynslóð að alast upp sem vanist hefur tækni sem ekki hefur verið til áður. Ég var að passa hann litla Jóhannes minn í síðustu viku. Bjarni sat með hann í fanginu við eyjuna hér í eldhúsinu og barnið, eins árs, var alltaf að benda á tölvuskerminn minn og kallaði á ömmu sína í leiðinni. Ömmur hans búa nefnilega langt í burtu, önnur á Íslandi og hin í Danmörku, og hann talar við þá íslensku nærri á hverjum degi í gegnum web-cam og því er hún amma náttúrulega í öllum tölvum!

Engin ummæli: