þriðjudagur, janúar 03, 2006

Reglusamt lif

Hann Halur Húfubólguson (www.valmart.blogspot.com) skrifar um nýjungagirni sína í dag. Frásögnin minnir mig á frænda fjölskyldunnar í Noregi. Sá hinn sami býr fyrir norðan Oslóarborg en vann þar í ráðuneyti einu í ein fjörutíu ár sem lögfræðingur, á sömu skrifstofunni. Á hverjum degi fór hann útúr húsi á sömu mínútunni, tók rútuna á sömu mínútunni, sat á sama stað í rútunni, hafði með sér þrjár heimabakaðar brauðsneiðar með brúnosti (ekkert smjör), kom heim með rútunni á sömu mínútunni í eftirmiðdaginn, borðaði sinn middag og fór svo að sinna búinu. Hann hefur átt fimm bíla um ævina, allir nema þessi síðasti voru drapplitaðir Volvo, núna gerði hann stórbreytingar á, hann keypti Volkswagen Passat, drapplitaðan, fyrir nokkrum árum síðan. Það voru stórfréttir þegar hann breytti brottfarartíma sínum með rútunni einhverntíma í kringum 1985. Það voru boruð göng og ferðin styttist um hálftíma og nú gat minn maður lagt af stað aðeins seinna, öll stórfjölskyldan frétti af stórbreytingunum. Þetta kalla ég reglusaman mann!

3 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Haha, mér hefur nú löngum þótt hann Valur minn (aka Halur) verið ansi vanafastur - en þessi slær nú allt út :-)

Nafnlaus sagði...

Reglur, venjur, hefðir; hver er munurinn á þessum hugtökum? Halur telur þó að vanafesta geti oft á tíðum verið til hagsbóta fyrir marga og gert lífið einfaldara og einnig skemmtilegra - meiri tími sem unnt er að nota í aðra hluti en þá sem sumir eru alltaf að velta fyrir sér í hinu daglega lifi og komast ekkert áfram.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Ég þykir vanaföst manneskja með afbrigðum og finnst það að sjálfsögðu hið besta mál og nota þau rök að það geri lífið svo miklu einfaldara, þá þarf ég ekki að velta fyrir mér þessu dags daglega og venjulega. Allt á sínum stað, sínum tíma, engin vafaatriði í gangi þar.