mánudagur, janúar 16, 2006

Við erum að reyna að plana ferðalög ársins þessa dagana. Það er ótalmargt sem útlit er fyrir að gerist og það þarf að dansa tangó í kringum og með þessu öllu. Karólína útskrifast 3ja júní og það þarf að taka til hendinni hér innanhúss og utan. Það má búast við um 100 manns í veisluna. Það er jafnvel von til að einhverjir að heiman verði hjá okkur á þessum tíma! Svo verður afi 85 ára í byrjun júlí og Halli og Kristín ætla að hlaupa Laugavegshlaupið um miðjan júlí, því verða slegnar margar flugur í einu höggi í þeirri ferðinni. Svo fer Karólína til Duke í lok ágúst. Ofaná þetta bætast við keppnistímabilin hjá Kristínu og Karólínu, skólinn og vinnan hjá mér og vinnan hjá Halla....allt þetta venjulega og dags-daglega. Skemmtiferðum verður að finna stað innanum þetta allt en ferðalög sem tengjast vinnu verða ótalmörg svo eitthvað verður að sameina þetta. Halli á svo marga frídaga að það er útlit fyrir að hann nái ekki að nota þá alla, það er víst merki um ofurálag!

1 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Það er greinilega verið að skipuleggja frí og ferðir á öllum heimilum þessa dagana. Það gengur nú reyndar ekki neitt alltof vel hjá okkur. Til dæmis fannst okkur upplagt að ferðast um Norðurlöndin (eða einhver þeirra) í sumar því Andri fer á handboltamót í Svíþjóð í byrjun júlí. Þetta var góð hugmynd alveg þar til í ljós kom að Ísak á að keppa á Esso mótinu í fótbolta á sama tíma... Já, þetta er stuð!