Mikið verð ég fegin þegar forseti vor, þ.e. þessi í BNA, hættir í embætti. Mig langar að garga í hvert sinn sem hann talar opinberlega og ég annaðhvort slekk á tækinu eða rífst við hann við hvert orð sem hann lætur útúr sér. Í fyrradag var State of the Union ræðan, þar sem línurnar eru lagðar fyrir næsta árið, og nú var það menntun sem hann talaði þó nokkuð um. Svo í gær þá byrjaði "follow up" ferðalagið og hann í fréttum allsstaðar. Hann sagðist t.d. ekki bara vera "commander in chief" heldur meira að segja "commander in chief of education". Guð hjálpi okkur ef þessi maður á að leggja fleiri línur í menntun. Ekki bara kom hann á "no child left behind" monsternum, apparat sem hefur stoppað allt sem heitið getur árangur í námi vegna samræmdra prófa mörgum sinnum á ári. Það fer svo mikill tími í próf að það er lítill tími eftir til að kenna, því þessi próf eru hrein viðbót við það sem fyrir var og var þó nóg fyrir. Við erum að tala um samræmd próf allt að fimm sinnum á ári! Ég er ekki á móti prófum, þau eru nauðsynlegur hluti af skólastarfi, fyrir nemendur, foreldra og kennara. Til þess að geta náð árangri þá þarf að vita styrk og veikleika, þetta á við í skólastarfi sem og öðru starfi. Og þessi #$#####(/&%XXXXX maður á að leggja línurnar fyrir menntakerfið, hann sem getur ekki einu sinni formað hugsanir sínar þannig að aðrir skilji og er því með allar ræður skrifaðar niður og hann les þær svo frá orði til orðs og oftast með allra handa framburðar vitleysum. Þá sjaldan sem maðurinn reynir að tala blaðlaust þá fer allt í vitleysu og ef hægt er að skilja hvað hann segir þá er það oftast einhverjir margþvældir frasar.
Og hananú!!!!!!!
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli