föstudagur, febrúar 03, 2006

Föstudagur, leikur í Austin í kvöld, klukkutíma keyrsla, engin ósköp. Eftir þennan verða sex leikir eftir fyrir play offs. Allt líður þetta, því miður því þessi körfuboltavertíð hefur verið afburða skemmtileg og svo er þetta síðasta törn Karólínu í hópíþrótt áður en haldið verður á vit frjálsra íþrótta eingöngu. Bjarni og Nicole flytja á morgun til Minneapolis. Kristín er í æfingabúðum á Florida. Halli fer til Miami bráðum. Ég er heima eins og alltaf og held utanum þetta allt saman.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Ja Kata mín það er alltaf svo mikið um að vera hjá ykkur - það liggur við að við hin lifum algjöru kyrrstöðulífi, svona í samanburði ;-)

P.S. Hrefna var að spyrja hvernig tölvunni liði, var hún ekki farin í póst? Þakka þér/ykkur enn og aftur fyrir aðstoðina við þetta tölvumál.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Tölvutetrið er enn hér heima, en er samt komin í kassa. Kall minn er ekki alltaf með á nótunum en hún fer í póst annaðhvort í dag eða á morgun