þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Það er svo margt þessa dagana sem er "síðasti körfuboltaleikur, síðasta þetta og síðasta hitt" hjá Karólínu og hjá okkur foreldrunum sem senda þetta örverpi fleiri þúsund kílómetra til skólavistar í haust. Í kvöld er "senior night" í körfunni. Við foreldrarnir (mæðurnar) komum saman í gærkveldi og bjuggum til spjöld með myndum af þessum sex senior stelpum. Gamlar körfuboltamyndir voru dregnar fram og ég bjó til risastóra "scrapbook" af Karólínu í körfubolta og eitthvað slæddist með af öðrum myndum úr íþróttalífinu hennar og lífinu hennar með Kristínu. Svo bjó ein mamman til blöð til að dreifa af öllum senior stelpunum sex með yfirliti yfir fæðingarstað, foreldra, systkin, uppáhalds mat (mjólkurgrautur), o.s.frv. með mynd og allt er þetta í lit. Fyrir leikinn í kvöld verða þær kynntar ein í einu og tilkynnt hvert þær fara í haust og hvaða framtíðaráætlanir þær hafa. Það verður líklegast bara ein af þessum sex sem kemur til með að spila körfu í college svo fyrir hinar er þetta með síðustu leikjum sem þær spila á ævinni. Á föstudaginn er síðasti leikur á tímabilinu fyrir "playoffs" og eftir það er bara að sjá hversu langt þær komast. Liðið er númer 13 í fylkinu svo þetta er gott lið, sérstaklega ef haft er í huga að engin þeirra spilar körfu allt árið, þær eru allar í öðrum íþróttum og bara tvær líta á körfu sem þeirra íþrótt númer eitt. Lengi vel var karfan síðust á lista hjá Karólínu en þetta árið hefur verið mjög skemmtilegt og henni hefur gengið ótrúlega vel (flest stig, næstflest fráköst, flestar blokkir....) svo væntanlega hefur karfan færst uppfyrir fótboltann en ekkert kemst nærri frjálsum.

Engin ummæli: