föstudagur, febrúar 24, 2006
Nú hef ég verið í heilsuátakinu í þrjá mánuði og ég er alsæl með árangurinn. Tíu kíló farin, komin í afburða þjálfun, borða svo miklu "betur" en ég gerði áður, minnkað um tvær fatastærðir, BMI lækkað um 5 prósentustig, orðin afskaplega sterk og stælt, bakið í fínum fasa, full af orku alla daga og mér líður í alla staði ljómandi vel. Ég ætla að halda áfram lengi enn, ég ætlaði að létta mig um 10 kíló til viðbótar en ég er ekki viss um að það verði svo gott, ég er nógu krumpuð nú þegar, og dætur mínar mótmæla, sérstaklega sú eldri, en ég ætla að sjá til hvernig þetta gengur og hvernig mér líður. Ég setti upphaflega 20 kílóa markið á 1. júní og ég er á réttu róli hvað það varðar en ég sé til. Mér líður nefnilega svo voðalega vel, það eru ár og dagar síðan ég hef verið í svona góðri þjálfun svo ég held áfram að æfa mig, borða vel og rétt, og hreyfa mig rétt. Ég fer í ræktina 5-6 sinnum í viku, einn og hálfan til tvo og hálfan tíma í senn en ég hreyfi mig lítið þar fyrir utan. Hér er lítið hægt að ganga útivið á þessum árstíma og fyrir utan ræktina þá eyði ég stærstum hluta dagsins við skrifborð svo líkaminn þarf á þessu að halda öllu saman til að grotna ekki niður. Ekki yngist ég með árunum frekar en aðrir!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ja hérna en ánægjulegt. Gaman þegar vel gengur í því sem maður tekur sér fyrir hendur - enn betra þegar árangurinn er mældur í betri heilsu og líðan. Kílóin eru náttúrulega bara bónus ;-) Ég skil samt ekki hvaðan þessi tíu kíló komu og skil enn verr hvar þú ætlar að sækja tíu til viðbótar. Mér fannst þú nú bara mjög "venjuleg" í vextinum þegar ég sá þig um jólin. En ég öfunda þig af dugnaðinum - gangi þér áfram vel :o)
Bóndinn gefur greinilega heimild fyrir slíkum umbreytingum eða hvað? Einu sinni vor 10 kg talsverð þyngd, hvað þá 20 kg!
Halur
þetta hljóðláta heilsuátak hefur heldur betur tekist vel til. Átaksljónið Ærir hefur heldur betur koksað á sínum heitstrenginum. En svona tíðindi blása manni eldmóð í brjóst.
Skrifa ummæli