þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Ég hef verið að fylgjast með meðferð múslima á Dönum þessa síðustu viku. Í mínum huga þá eru múslimir (þetta er alger alhæfing) að sýna það eina ferðina enn að þeir hafa engan skilning á því hvað ritfrelsi þýðir og enn síður hvað lýðræði þýðir. En það er svo sem alveg hægt að velta því fyrir sér hvort grínmyndir af Múhammeð séu siðlausar, en grín hefur verið gert að trúarbrögðum mannkyns í aldir en núna eru sá hluti múslima sem eru öfgasinnar orðnir það margir að þeir sem hófsamari eru mega sín einskis og því fer allt í háaloft. Ég hálf vorkenni Dönum. Í mínum huga eru þeir sem þjóð (enn önnur alhæfing) léttir í lund, með skopskyn í miklu magni, og afskaplega ligeglad.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli