mánudagur, febrúar 20, 2006

Þetta eru vinkonurnar Alyssa og Karólína, stundum kallaðar Karolyssa því þær eru óaðskiljanlegar. Ballið gekk vel og þær skemmtu sér afar vel að mér skilst. Í gær var svo Powerpull mótið. Fylkismeistaramótið í innanhússróðri...þetta hljómar undarlega en svona er þetta nú samt. Keppt er um hver fær besta tímann að "róa" 2 km á róðrarmaskínu! Þetta gekk mjög vel og það var mjög gaman að fylgjast með. Krakkarnir sem ég þjálfa einn morgun í viku kepptu allir og það voru margir sem keyrðu sig algerlega út og áttu í hinum mestu erfiðleikum með að ganga/anda/standa á eftir. Ég saknaði þess náttúrulega að hafa ekki Kristínu mína þarna en hún var í símanum meira og minna allt mótið, hugurinn var sumsé í Rochester.

Engin ummæli: