mánudagur, febrúar 06, 2006

Góðir vinir í mat í gærkveldi og voðalega gaman hjá okkur. Það var "Superbowl Sunday" í gær en þar sem ég var sú eina af eldri kynslóðinni í hópnum með vott af áhuga fyrir leiknum þá var nú ekki mikið horft en ég fylgdist með úr fjarlægð því imbinn var á og yngri kynslóðin fylgdist með. Ég var með íslenskan fiskpottrétt og heimabakað volgt rúgbrauð. Gestirnir eru Gyðingar, algerlega önnur fjölskyldan og allir nema húsmóðirin í hinni og að auki strangtrúar svo ekki má hafa kjöt, þ.e. sem ekki er kosher. Það voru reyndar rækjur í en þau tíndu þær úr svo þetta bjargaðist. Þetta kjötleysi hentar okkur ljómandi vel því fiskur er svo miklu einfaldari.

Engin ummæli: