fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Hann snjóar og snjóar, skólar lokaðir, Karólína sefur því á sínum græna og verkefni dagsins takmarkast af færðinni úti. Það á að snjóa í allan dag og kólna svo all verulega á morgun og er þó 12 stiga frost eins og er. Þetta er vetur hér um slóðir og ekkert við því að gera, enda eins gott því engin yrði mér sammála ef ég fengi að ráða veðrinu, þótt ekki væri nema í einn dag.

Engin ummæli: