mánudagur, febrúar 27, 2006
Við fögnuðum bolludegi í gær með gamaldags bollukaffi. Það hentar okkur miklu betur að hafa þetta á sunnudeginum en mánudeginum svo við lögum okkur að aðstæðum hér í Ameríkunni. Það voru fjórtán manns í kaffi og ég bakaði 85 bollur. Það eru margar eftir enn hér í poka því ég skildi eftir nokkrar fyrir eiginmanninn. Hann var nefnilega á leiðinni heim frá Miami þegar við sátum hér heima yfir kaffi og bollum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli