miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Þá er annar dagurinn minn sem aðstoðarþjálfari liðinn, þ.e. önnur æfingin, því dagurinn er allur eftir. Klukkan er hálfátta að morgni og ég búin að hjóla í klukkutíma með róðrarliðinu, lyfta, fara í sturtu og shina mig til. Þetta er voðalega þægilegt þegar yfir er staðið en mikið fjandi er erfitt að vakna klukkan 4:45. Sérstaklega þegar, blindur, heyrnarlaus og dement hundur hefur verið vakandi alla nóttina, vælandi og geltandi án þess að vita hvað hann vill. Hann Þór okkar er alveg að gera útaf við mig á nóttunni, hann ruglar saman nóttu og degi, veit ekki hvort hann er búinn að borða eða ekki, veit ekki hvort hann er nýkominn inn eða nývaknaður og hefur öll einkenni dementia, grey kallinn, 13 ára gamall, slæmur af gigt og sumsé nærri blindur og alveg heyrnarlaus.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli