mánudagur, maí 16, 2005

Framarlega í Eyjafirði að austan og vestan.

Það eru ófáir dagarnir sem ég byrja á því að líta á Akureyri.is og þar á Akureyri í beinni. Ég þarf svo nauðsynlega að sjá hvernig Gilið lítur út og hvort sést yfir í Heiði og á Lönguklöpp. Á annarri heimasíðu sé ég yfir Háskólann í Þingvallastræti og Sundlaugina. Einhverntíma eftir einhver ár og allrahanda lífsins skyldur þá flytjum við Norður og þá get ég notið þess á hverjum morgni að horfa yfir Fjörðinn, hvort heldur ég bý að austan að vestanverðu við hann. Við förum "yfrum" hvorumegin sem við búum og verðum "að handan" ef einhver vill koma í heimsókn. Halli kemur heim til Íslands á laugardaginn á leið sinni til Noregs. Þá fer hann Norður til að pota niður kartöflum svo við verðum ekki hungurmorða í sumar. Mér finnst hann eigi að koma af stað rabarbara og fleiri tegundum af rótargrænmeti því kartöflur einar og sér halda ekki í mér lífinu, kannski hann tölti svo niður að sjó í leit að fiskmeti. Hann hefur ógnar áhuga á að reyna sjálfsþurftarbúskap. Hann ætlar sér svo að reyna að koma af stað Kirsuberjatré, hann Ærir vinur okkar stakk þessari hugmynd að mér og Halli ætlar að reyna, hvort það verður í þessari ferð eða þeirri næstu er ég ekki viss um, en nóg verður af ferðunum næstu mánauðina, Halli kemur þrisvar til Íslands í vor og sumar og við Karólína verðum í heilar sex vikur á landinu.

1 ummæli:

ærir sagði...

Og svo má hafa sauðfé á næsta bæ. Bið fyrir kveðjur til bóndans (kartöflubóndans þ.e.a.s). Líst vel á experimentið með tréið og veit að bóndinn þekkir jarðveginn í nágrenni Akureyrar manna best eftir fyrri rannsóknir sínar. Ætti því að geta valið kvæmi í samræmi við það.
kv.