sunnudagur, maí 22, 2005

Prom í Mayo High School

Þá er prommið búið. Jade kom á þessari líka flottu Corvettu til að ná í dömuna, henni til mikillar ánægju. Mér skilst að þau hafi skemmt sér vel og allt verið fínt nema plötusnúðurinn sem var víst með leiðinlega tónlist, og það er nú heldur dapurt þegar maður er á balli. Hópurinn kom hingað í myndatöku og þar sem það var þurrt og fínt þá var haldið út og myndir teknar úti í garði. það eru fleiri myndir á http://homepage.mac.com/bjarn001/PhotoAlbum12.html

2 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Sjá má af myndum þessum að mannheimar eru fjölbreytilegir á stundum.

ærir sagði...

Til hamingju með glæsilega krakka (ungmenni). Hún Karólína tekur nokkuð eftir föður sínum, skv. glöggu auga erfðafræðings. Þegar ég hef séð myndir af þessu unga fólki (og öðru við svipaðar aðstæður) minnir það mig á 1.des hátíð MA.

En svo kíkti ég á myndaalbúmið og gladdist mjög að sjá þar vini mína og tengdafólk þeirra í fjósum erlendis. Einng var nokkuð kunnuleg mynd á Kvisthaganum.

Vona að bóndinn sé ófrosinn á norðulandi, og fái ekki blöðrubólgu við að setja niður kartöflur, en svo á hann góðan að þar.