mánudagur, nóvember 27, 2006
Allt dottið í dúnalogn aftur. Karólína fór til Duke í gær. Nú bíður hennar prófatörn fram til 15. des þegar hún kemur heim í jólafrí. Ég tek óralinn 13. des svo við mæðgur verðum í algeru prófastressi á sama tíma. Ritgerðin mín er búin, er núna 107 blaðsíður og þetta er ekki doktorsritgerðin sjálf heldur "bara" inngangurinn að henni. Allavega það sem verður uppistaðan í inngangi og lit review. Ég er orðin samvaxin skrifstofustólnum, rasssár, stíf í herðum, geðvond, og langþreytt. Þarf að koma mér í líkamsræktina í dag. Hef ekki farið síðan á fimmtudaginn og það er alltof langur tími. Fer svo til Íslands á fimmtudaginn í helgarferð. Það verður voðalega gott.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli