þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Ég er í biðstöðu núna. Leiðbeinandinn minn er að lesa yfir í síðast sinn, því ég þarf að skila af mér á morgun svo það fer hver að verða síðastur með að gera athugasemdir við mín skrif og mínar kenningar. Tók mig því til í gær og hengdi upp jólaljósin úti, fór í ræktina í tvo og hálfan tíma og keypti nánast allar jólagjafir fyrir Íslandið. Þetta er hið besta mál því nú þarf að pakka inn og pakka niður áður en ritgerðin birtist í tölvupósti, vonandi seinnipartinn. Vonandi verða þetta allt minniháttar athugasemdir sem ekki tekur mig langan tíma að leiðrétta því svo er sumsé að prenta herlegheitin út í fjórum eintökum og koma í pósthólf nefndar meðlima á morgun, uppí University og Minnesota í Minneapolis. Á fimmtudaginn fer svo konan uppí flugvél Icelandair á leið til Íslands. Það verður mikið um keyrslu á milli Rochester og Minneapolis næstu dagana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gangi þér vel með ritgerðina :)
Þakka þér fyrir Guðný mín, mér veitir ekki af. Ég pantaði kaffi í gær!
Skrifa ummæli