mánudagur, nóvember 20, 2006
Þetta var hin besta helgi. Við horfðum á Kristínu keppa á laugardagsmorguninn og fórum svo til New York seinni partinn. Versluðum ekkert, löbbuðum bara um, skoðuðum hús, horfðum á fólk og mannlegt líf og settumst á kaffihús. Voðalega gaman. Í gær, sunnudag, vorum við í Philadelphia. Ég hef eiginlega aldrei komið þangað, bara flogið inn og keyrt beint til Princeton en núna sumsé skoðuðum við miðborgina. Hún kom mér á óvart, var kaótísk, evrópsk og skemmtileg. Eitt af því góða við Princeton er staðsetningin, klukkutími til New York í aðra áttina og klukkutíma til Philly í hina. Margir flugvellir að velja í milli og því hægt að haga seglum eftir vindi með hvað gert er og notað tækifærið til að skoða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli