þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Eftir ár eigum við silfurbrúðkaupsafmæli, heil 25 ár síðan við giftum okkur í hríðarhraglanda og hávaðaroki í Borgarneskirkju. Reyndar var brúðkaupsafmælið í gær. Við gerum vonandi eitthvað voðalega skemmtilegt næsta haust. Okkur langar að fara til annaðhvort Parísar eða Rómar, höfum aldrei komið til Rómar en oft til Parísar og finnst hún yndisleg. Kannski gerum við eitthvað allt annað. Okkur langar líka til að halda uppá þetta með vinum og vandamönnum á Íslandi. Kannski gerum við hvorutveggja, ferðumst og höldum veislu, hver veit.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Innilega til hamingju með 24ra ára brúðkaupsafmælið :-) Bestu kveðjur frá Akureyri!
Skrifa ummæli