fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Thanksgiving í dag. Það er alltaf góður dagur. Við höfum reyndar bara eitt af okkar börnum heima því Bjarni er með veislu í Minneapolis og Kristín er í Princeton en hún Karólína kom heim í fyrrakvöld og það var svo gott að fá hana heim því með henni koma vinirnir og húsið verður fullt af lífi aftur. Það verða 9 manns í mat svo kalkúninn er ekkert voðalega stór en það verður fullt af meðlæti: kartöflumús, sætar kartöflur, brúnaðar gulrætur, spínat grateng, belgbaunir, salat, stuffing, og svo sósa auðvitað. Epla- og pecanpæ í eftirmat með ís og karamellu sósu. Ostar í forrétt. Létt rauðvín, kannski hvítvín líka. Gott fólk. Góður dagur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli