þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Það fer víst ekki framhjá neinum að það eru kosningar í þessu landi í dag. Eins og ég hef annars gaman af að hugsa og ræða pólitík þá finnst mér kosningabarátta alveg hræðilega leiðinleg. Það haf birst svo andstyggilegar auglýsingar í sjónvarpinu og það er skammarlegt að hugsa til þess að c.a. helmingur af þessu fólki verða fulltrúar í bæjarstjórn, fylkisþinginu eða á Þinginu. Ég er líka algerlega búin að fá mig fullsadda af gömlum frösum og stereótýpum. Repúblikarnir hafa verið að hrista fram kommúnistagrýluna endalaust og þykjast þess fullvissir að landsmenn geri engan greinarmun á kommúnisma og sósíalisma. Þetta allt eða ekkert viðhorf í allt og öllu er líka alveg að gera útaf við mig. Það er eins og enginn millivegur sé til!

Engin ummæli: