Þar sem ég hef verið að angra vini mína með skrifum og ótímabærum athugasemdum á þeirra bloggsíðum þá hef ég ákveðið að fá mér mína eigin, og með aðstoð Kristínar þá tókst þetta nú loksins. Ástæða fyrir vandræðunum var nú aðallega sú að heimasíða blog kom uppá kóreönsku, eða það held ég allavega, og allar leiðbeiningar þar með ónothæfar. Tungamál þetta skil ég alls ekki, svo það þurfti að nota ímyndunaraflið ásamt fyrri reynslu af netsíðunotkun til að komast í gegnum ósköpin. Núna þykjumst við Kristín vera voða klárar, en ekki vildi ég nú þurfa að bjarga mér á tungumálinu. Við hjónin vorum í Suður Kóreu í fyrra vor og þótti mér eitt það merkilegasta við ferðina sú tilfinning að geta alls ekki bjargað mér. Ekki gat ég notað kort því hvorki skildi ég kortið né skiltin sem lesa þurfti á og þaðan af síður vissi hvert ég vildi/þurfti að fara. Ég kann mun betur að meta þessi fáu tungumál sem ég kann eftir þessa reynslu og vorkenni mörgum þeim sem búa í sama landi og ég vegna þeirra fötlunar flestra þeirra að skilja/tala bara eitt tungumál.
Mál er að linni í þetta fyrsta skipti.
laugardagur, janúar 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli