laugardagur, janúar 22, 2005
Husið a slettunni
Fólk mér kunnugt sem telst til vina og sem er mér reyndar afar kært hefur verið að henda gaman af því að við búum á Sléttunni einu og sönnu og jafnvel þessari þar sem Hús Ingalls fjölskyldunnar er. Þetta er reyndar ekkert gamanmál því u.þ.b. kílómetra héðan frá húsinu okkar er vegur sem kallast Laura Ingalls road og er sá sem Lára og fjölskylda ferðaðist um þegar þau fluttu frá Wisconsin til Nebraska fyrir margt löngu. Þau fluttu náttúrulega mun vestar en við erum og voru því á miðri Sléttunni en við erum hérna á henni austanverðri. Hér blása nú samt sléttuvindar og hér er lítið um skjól þegar þeir blása, nema rétt undir húsvegg, og eftir snjókomu gærdagsins þá fór ég út að moka í morgun og þá blésu þessir ágætu vindar og mér varð (&%$#"! kalt en hressandi var það og gott að byrja daginn með fersku lofti og nýföllnum snjó!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli