miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ég hef verið að gera skemmtilega rannsókn í vinnunni síðustu vikur. Þetta er hluti af 10 ára áætlun fyrir háskóla stofnunarinnar. Það sem við vorum að gera var að finna út og gera áætlun um hvernig menntun heilbrigðisstétta verði háttað árið 2015 og hluti af því var auðvitað að finna út hvernig heilbrigðisþjónustan kemur til með að líta út það herrans ár. Þetta varð náttúrulega til þess að ég fór að velta fyrir mér allra handa persónulegum högum, eins og breytingum á síðustu 10 árum og hvað hefur gerst á þeim tíma. Ég veit ekki með ykkur en ég á nú fullt í fangi með að átta mig hvernig hlutirnir komi til með breytast á næstu tveimur árum, hvað þá næstu 10. Hvað verð ég orðin gömul þá? Hvað verða börnin mín orðin gömul þá? og svo þetta ævinlega, hvar kem ég til með að búa þá? Þetta voru voðalega erfiðar spurningar og ekki voru svörin skárri þegar búið var að afgreiða þetta augljósa. Menntun heilbrigðisstétta er að því leitinu frábrugðin menntun kennara að tæknin hefur mun meiri áhrif á heilbrigðisstéttirnar. Heilbriðisstéttirnar eru jú að glíma við sjúklinga en kennarar við hvernig á að kenna börnum, sem svo aftur leiðir okkur að þessari eilífðar spurningu; hver/hvernig á að kenna kennurunum? Ég væri nú ekki sjálfri mér samkvæm ef ég ekki hefði skoðun á því....en það er nú efni í annan pistil. Svona framtíðarspár eru erfiðar sálartetrinu, sem er nú ekki öflugt fyrir, það er eitthvað svo ónotalegt að velta fyrir sér persónulegum hlutum svona langt fram í tímann. Þótt ég sé skipulögð að þá hefur það aldrei verið mín deild að skipuleggja lífið mitt og minna nánustu til langframa, ég tek svona hverjum degi eins og hann kemur og reyni að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Við erum jú með ákveðin framtíðarplön....og það þýðir við vitum svona nokkurnveginn hvenær við flytjum heim til Íslands! en þar með er það upptalið.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Mikið er ég sammála þér, mér finnst ótrúlega erfitt að hugsa langt fram í tímann, hvað þá að skipuleggja líf mitt fram í tímann. Hingað til hefur allt gengið meira og minna af sjálfu sér sjá okkur, búsetan hefur t.d. ráðist mest af því hvar framhaldsnám/vinnu var að hafa fyrir Val (eins og þú þekkir sjálfsagt af eigin raun). En nú erum við búin að vera svo lengi á sama stað... og spurning hvort ég á að fara í mastersnám o.s.frv. þannig að maður þarf að ákveða e-ð innan næstu ára. Svo eru það börnin sem þarf að taka tillit til - já þetta er stuð!

En "by the way" hvenær áætlið þið að flytja heim???

Katrin Frimannsdottir sagði...

2010 er ágætt ártal og því ekki.