laugardagur, febrúar 19, 2005

Laugardagsmorgun

Klukkan er 9 að morgni og það er hljótt í húsinu eftir fjörugt kvöld. Körfuboltaliðið hennar Karólínu spilaði síðasta heimaleik ársins í gærkveldi svo komu þær allar hingað í pizzu, bíó og "sleepover", allar 18. Það voru svo sem ekki mikil lætin, þær voru þreyttar eftir leikinn og svo er tímabilið alveg að verða búið og eftir körfubolta 5-6 sinnum í viku síðan í nóvember þá er nú ekki mikið eftir á tanknum. Ég er búin að baka snúða að amerískum sið í morgunmat og bíð núna eftir að þær fari að rumska. Þetta er búið að vera mjög óvanalegt keppnistímabil, þær töpuðu 7 af fyrstu 8 leikjum ársins, oftast með 1-3 stigum, en hafa síðan unnið 11 í röð. Þjálfurunum tókst að halda móralnum uppi þrátt fyrir slæma byrjun og láta þær líta framávið og ekki einbeita sér af því sem miður fór í tapleikjunum heldur það sem vel var gert. Ég dáist að þeim fyrir að hafa tekist að gera þetta og nú þegar umspilið byrjar þá skiptir mórallinn svo miklu máli. Karólína er reyndar farin að hlakka mikið til þess að körfutímabilið verði búið, því þá taka frjálsar við, hennar uppáhald, en nú þegar útsláttakeppnin er byrjuð þá verður víst að halda einbeitingunni og ná eins langt og hægt er, sem er nú ekki mjög langt hér í landi körfuboltans. Ef þær vinna tvo leiki í umspilinu þá þykir það kraftaverk frá svona litlum skóla. Fyrsti leikurinn á miðvikudaginn í Owatonna!

3 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Kata mín, ef klukkan er 9 og þú ert búin að baka ameríska snúða, klukkan hvað vaknaðir þú þá eiginlega?

Og "by the way" þegar þið eruð á þessu endalausa flakki ykkar milli heimsálfa, takið þið þá melatónín? Hvernig gengur að laga sig að tímanum í viðkomandi landi? Ég er sem sagt farin að kvíða fyrir heimkomunni frá Flórída og er ekki einu sinni farin af stað þangað... (dæmigert!).

Katrin Frimannsdottir sagði...

Deigið í snúðana kom úr pakka og því voðalega einfalt og fljótlegt að hafa þá tilbúna, ég er tiltölulega spræk á morgnana en ekki svo!!!!!

Í fjöldamörg ár þá tók ég ekkert og lét mig bara hafa það að eyða þetta 3-4 dögum í að ná mér á tímamuninum, en undanfarin tvö ár hef ég tekið melatonin og fundist það hjálpa mikið. Halli tekur aldrei neitt, og það tekur hann mun lengri tíma en mig að ná sér.

Guðný Pálína sagði...

Já, ætli maður prófi ekki melatonin... En eru ekki einhverjar reglur varðandi það hvenær á að taka það?