Ég var ganga um aðalgötu Princeton fyrir nokkrum vikum síðan og mæti ég þá ekki þessum líka vígalega hrúti. Mér verður starsýnt á gripinn því alíslenskur var hann, reyndar ekki lifandi en uppstoppaður, og svona líka glæsilegur, minnir á lýsingu Hjartar frá Tjörn sem hann Ærir (http://aerir.blogspot.com/) vinur okkar skrifar um í dag. Á plötu við hrútinn stóð að hann héti Lindi, væri íslenskur, og síðan var tíundað úr hvaða sveit hann væri en svona smáatriði man ég ekki enda ekki hrútaáhugamanneskja. Við mæðgurnar stóðumst ekki mátið og gengum inn í verslunina sem á Linda til að spyrja um ætt og uppruna að góðum og gildum íslenskum sið. Lindi var keyptur af eiganda búðarinnar þegar hann var enn í fullu fjöri og þurftu nýir eigendur að bíða í nokkur ár með að fá hann á meðan hann sinnti skildum sínum við ær sveitarinnar. Eftir uppstoppun átti nú að ferja gripinn yfir hafið og var það gert með flugvél, en þá tóku vandræðin við því í sex mánaða sóttkví þurfti hann að fara þótt steindauður væri.
Í hvert sinn sem Kristín gengur fram hjá Linda þá ræða þau saman á íslensku, hún talar og hann hlustar.
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það þarf ekki frekari vitnanna við. Áhugamenn um íslenska hrúta sameinist!
Skrifa ummæli