þriðjudagur, janúar 10, 2006

Jólin komin ofaní kassa aftur. Það verður alltaf hálf tómlegt á eftir. Allur litur horfinn þegar allt þetta rauða hverfur. Fámennt að verða í húsinu, hún dóttir mín sem tekur upp mikið andlegt og líkamlegt pláss er komin í skólann. Ég var að hlusta á fyrstu umræðu um Samuel Alito hæstaréttardómarakandídat í gær. Þar kom meðal annars fram að þegar hann var í Princeton þá barðist hann á móti því að konur og blökkumenn fengju aðgang að skólanum. Sem betur fór þá urðu þessi viðhorf að láta undan og nú er sumsé hún Kristín okkar í Princeton og er fulltrúi þessa skelfilega hóps fólks sem búist var við að myndu þynna út intellektúalinn í skólanum...og útlendingur að auki...og ekki get ég ímyndað mér að hún þynni út eitt eða neitt. En ég er nú bara mamma hennar þrátt fyrir allt og hef ekki nothæfa skoðun á stelpunni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"...hef ekki nothæfa skoðun á stelpunni" segir þú, en þessi setning er vel þess virði að muna, leggja á minnið því hér er vel að orði komist og vel nothæf í margs konar tilfellum.
Halur