miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Valentínusar ballið er á laugardaginn hjá Karólínu og það þýðir kjóll hjá mér. Hún vildi hafa hann frekar formlegan og einfaldan svo svartur er hann, hlýralaus, rétt niður fyrir hné. Ég var mjög heppin með efni, það er bæði glæsilegt og meðfærilegt. Ég klára hann væntanlega á morgun.

2 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Fáum við ekki örugglega að sjá mynd af kjólnum (og dömunni í honum) þegar stolt mamman er búin að taka mynd áður en Karólína fer á ballið?

Katrin Frimannsdottir sagði...

vonandi tekst að ná nothæfum myndum af stelpunni.