fimmtudagur, mars 13, 2008

Fjórar vikur þangað til Halli kemur til landsins. Allt mjakast þetta, tíminn sem annað. Karólína fer heim í dag í langa helgarferð. Hún er í spring break en hefur þurft að vera í skólanum síðan fríið byrjaði vegna æfinga en fær frí frá þeim í fjóra daga. Hún er alsæl en hún ég verð ekki heima því miður. Mamma gamla ekki heima og enginn vekur hana með klóri á bakið og kossi á kinn. Nema pabbi en hann fer á stjá mun fyrr en örverpið losar svefn. Á morgun kemur Bjarni heim og þá ætlar allt gengið í bíó og út að borða en pabbi er á vakt svo það er óvíst hvort hann kemst með. Þá vantar "bara" okkur Kristínu.  Ég fer í leikhús hérna í Reykjavíkinni í kvöld svo mér er ekki vorkunn þótt ég hafi ekki mína allra nánustu hjá mér...eða ég er ekki hjá þeim.

Engin ummæli: