þriðjudagur, mars 11, 2008

Ég var að lesa bloggsíðuna hans Hals Húfubólgusonar og varð hugsað til breytinga á orðum og orðanotkun og þá sérstaklega orðinu hestakerra. Sú var tíð að hestur dróg kerru sem í var annaðhvort fólk, afurðir eða aðföng en í nútímamáli þá er hestakerra vagn fyrir hesta og er hann dreginn af bíl. Hlutverk hestsins hefur breyst eins og hlutverk svo margs og margra. 

Engin ummæli: