miðvikudagur, mars 05, 2008

Ég er sérlegur gestur á hádegisverðarfundi Íslenska Matsfræðifélagsins í dag. Þar verð ég með kynningu á doktorsverkefninu mínu í matsfræðunum. Kannski koma tveir, kanski fimm og kannski enginn. Ég get ekki skilið að nokkur hafi áhuga á því sem ég er að gera.

Það er annars merkilegt hvað mér finnst svo miklu skemmtilegra að vinna að mati en að gera rannsókn. Þetta er í fyrsta sinn sem ég geri þetta svona alveg hlið við hlið og mér finnst vinna mín í grunnskólum Akureyrar svo miklu meira spennandi en þessi sjálfhverfa sem mér finnst doktorsverkefnið vera. Ég á svo bágt með að sannfæra sjálfa mig um að niðurstöður rannsóknarinnar kom til með skipta einhverju máli, mér finnst nefnilega svo margt í fræðunum svo voðalega lítið merkilegt og deilur og skrif um lítilsverð mál....jú, jú, jú, ég veit alveg að það eru tekin pínulítil skref í einu í þessu fagi sem öðrum og mín rannsókn bætir einhverju litlu við en sjálfhverfa er þetta eftir sem áður því ég er að rannsaka það sem mig langar til. Mat og úttektir aftur á móti er vinna við að leita svara við spurningum sem brenna á svo mörgum og niðurstöður verða notaðar til að breyta, bæta eða taka ákvarðanir.

Doktors fj... verð ég bara að klára.

Engin ummæli: