föstudagur, mars 21, 2008

Það var dásamlegur morgun í fjallinu mínu. Ég var komin á skíði rúmlega hálf-tíu og þá var enginn á staðnum og ég skíðaði mikið þangað til allt var orðið troðfullt af fólki. Það var voða gaman að hitta fullt af gömlum vinum og kunningjum en skemmtilegast var þó skíðafærið, það var himneskt. Það snjóaði í allan gærdag og þeir tróðu í gærkveldi og ofan á það snjóaði í morgun og því var smá lausamjöll að leika sér í. Svo brunaði ég yfir á Lönguklöpp og mokaði frá og þar næst var það sundlaugin sem var stappfull eins og á fallegum sumardegi. Þar var gott að láta líða úr sér. Íslenskt lamb í kvöldmat, góður, góður dagur í páskafríi.

Engin ummæli: