fimmtudagur, mars 06, 2008
Það var svo voðalega gaman í gærkveldi á Kringlu Kránni þegar Gleðisveit Guðlaugar lék jazz og jazzað popp og bara lög í jazz og blues. Fjöldi manns kom og ég í kompaníi við æskuvini sátum náttúrulega á fremsta bekk og mældum þilskipaútgerðarskrásetjarann spúsu hans og band út í hverju lagi og gerðum óspart grín af hversu alvarlegur kallinn með hattinn var. Hann sagði okkur að þetta væri svo erfitt að hann gæti nú ekki verið með eitthvert glens. Ég þekkti nú ekki marga en ég var alltaf að athuga hvort ég sæi kunnugleg andlit fullvitandi að sum þeirra gæti ég ekki hafa séð í áratugi og svona allflestir breytast mikið á löngum tíma. Allir nema Gæi. Ég fer því í gegnum þennan hugsanahátt að athuga hvort ég kannast við andlitið og svo að velta fyrir mér hvernig það sama andlit gæti hafa litið út mun yngra. Þetta eru mjög fyndnar hugsanir þegar ég velti fyrir mér hvort ég geti sett sum þessara andlita í tímavél...að sjálfsögðu má enginn setja mig í tímavél!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli