föstudagur, mars 07, 2008
Ég keypti vekjaraklukku í Elko í vikunni, nokkuð sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema að þegar ég kom með klukkuna heim og fór að stilla hana og hafa hana tilbúna til notkunar þá kom í ljóst að klukkan hefur innbyggðan skjávarpa. Þ.e. að utan á klukkkunni er keilulaga rör og þegar kveikt er á því kemur rautt ljós. Þessu röri er hægt að snúa 180 gráður og það sem varpað er á vegg eða loft er skjár klukkunnar. Núna vísar skjávarpinn uppí loft hjá mér þannig að þegar ég vakna á nóttunni og vil vita hvað klukkan er þá þarf ég ekki að leita að klukkunni heldur lít ég uppí loft og þar er skjár klukkunnar endurvarpaður, live! Þetta er mjög skemmtilegt apparat, ekki nauðsynlegt, því ég hef aldrei saknað þess að geta ekki séð á klukkuna beint fyrir ofan koddann minn, en óneitanlega er þetta þægilegt þótt hingað til hafi ég aðallega verið að gjóa augunum á þetta skrýtna fyrirbæri í herberginu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er spurning að fá sér svona klukku, ég er nefnilega ekki með neina vekjaraklukku mín megin í rúminu og veit þess vegna aldrei hvað klukkan er þegar ég vakna á nóttunni.
Gangi þér annars vel með verkefnið Kata mín.
Ég kem í heimsókn í næstu viku ef þið verðið heima!
Skrifa ummæli