þriðjudagur, mars 25, 2008
Það var svo gaman að upplifa gamaldags páskafrí. Þótt við höfum verið á Íslandi á páskum síðustu árin þá hef ég ekki verið svona lengi fyrir og í aðdraganda þeirra. Fara bara í frí og á skíði, sund, ræktina, heimsóknir, mat og svo lestur og prjónaskapur einhversstaðar inní milli. Hitti svo tengdafjölskylduna í veislu á páskadag í Borgarnesi. Þar var nánast allt liðið en ég var eini fulltrúi vesturfara en það var voðalega gaman að hitta svona marga. Í gær var svo fermingarveisla og hún snýst nú minnst um fermingarbarnið, það gefur jú tilefnið en annars snýst þetta um að hitta vini og spjalla yfir afbragðs góðum mat. Gaman, gaman. Nú er að snúa sér að vinnunni aftur og koma sér að verki. Ég á að halda fyrirlestur í KHÍ á föstudaginn en ég tók vikuvilt. Hélt að þetta væri í næstu viku en vaknaði upp við vondan draum á laugardagsmorgun þegar ég leit í dagbókina mína og áttaði mig á að það væri nú kannski vit í að fara að undirbúa eins og hálfs tíma fyrirlestur svona frekar fyrr en síðar. Skólaheimsókn í dag og á morgun og svo nokkrar í næstu viku. Vonandi fer þetta allt að koma hjá mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli