miðvikudagur, mars 26, 2008

Hvernig er þetta með þennan klaka hérna, á ekkert að fara að hlýna? Apríl er nú bara í næstu viku sko og þá finnst mér nú allt í lagi að það fari að slaga í 10 stigin alla vega svona einn og einn dag. Púúúffff ég sé enga hlýnun í spám veðurstofunnar, hvernig er þetta eiginlega með hlýnun jarðar, ætli hún hafi farið framhjá Íslandi?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svona svona Kata mín. Engin hlýindi strax. Skíðavertíðin er ekki búin.
Stjáni

Katrin Frimannsdottir sagði...

Skíðavertíðinni er lokið hjá mér að ég held. EKki get ég ímyndað mér að fjallið verði opið um miðjan apríl sem er næst þegar ég fer norður.

Nafnlaus sagði...

Þú ert greinilega orðin "amerísk" hvað árstíðir varðar og veðurfar á Íslandi; nefna má að á þeim tíma er þú nefnir, þá eru eða verða Andrésarleikar í Hlíðarfjalli ef ég man rétt (þetta veistu). Það vorar seint eða ekki á norðanverðu landinu, en yfirleitt kemur smá sumar, það eina sem ætíð kemur, er birtan!
HH