mánudagur, mars 03, 2008
Ég sit við að skrifa skýrslu á íslensku, ekki ísl-ensku. Það eru allra handa pyttir á veginum sem ég þarf að varast því mér hættir til að vera heldur hvöss í skrifum, hmhm, það getur ekki verið. Sem betur fer hef ég hann tvíburabróður minn til að fara yfir skrifin áður en þau verða birt en ég kem til með að hafa fyrirlestur með kynningu á niðurstöðunum 15. apríl eða svo og þá er eins gott að hafa skotheldar niðurstöður, skrif, rökræðu og uppbyggingu. Svo er ég með kynningu á doktorsverkefninu á hádegisverðarfundi Matsfræðifélags Íslands á miðvikudaginn og það þarf víst að undirbúa það og svo er vinnan við doktorsverkefnið og allt sem því fylgir. Ég hef því nóg að gera, þess vegna ætla ég út að moka frá!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli