föstudagur, mars 28, 2008

Ég varð vitni að skondnu samtali í ræktinni í gær. Þar voru nokkrar stelpur svona nokkurnveginn sjö ár eða svo, ekki meira. Ein dróg upp nýjan gemmsa og hinar komu eins og flugur að hunangi og töluðu hver ofaní aðra hvað hann væri æðislegur og að svona síma langaði þær ssssvvvoooo í. Þær spurðu eigandann hvar hún hefði fengið tólið, "ég fékk hann á sunnudaginn", "fékkst´ann í páskagjöf?" Svarið var óvænt fyrir gamla konu eins og mig: "nei, hann var sko inní páskaeggi númer 7, pabbi lét búa það til fyrir mig". Jahá. Þetta var nefnilega svona pæjusími, skærbleikur Motorola razor sem kostar einhverja tugi þúsunda hér á landi. Handa einni 7 ára!!!! Ég veit ekki hvort ég er meira hissa á símanum eða páskaegginu.

Engin ummæli: