fimmtudagur, janúar 17, 2008
Það snjóar og snjóar í dag, rétt eins og á suðurlandinu heima á Fróni. Á morgun byrjar svo kuldakast, það á að fara niður undir -25 á morgun og hinn og svo eitthvað hlýrra næstu dagana þá á eftir. Ég sit við og undirbý "focus groups" sem ég er að vinna við þessa dagana. Ég er að rannsaka matsferli og væntanleg áhrif ef bætt verður við það ferli. Í gær var ég í mestu vandræðum með einn þátttakandann, hún gat ekki hætt að tala sem varð til þess að aðrir komust ekki að. Ég notaði alla þá tækni sem ég kann að draga athygli frá henni, draga aðra inní umræðuna, fá hana til að þagna blessaða konuna. Hún tók engum óbeinum skilaboðum og ég gat náttúrulega ekki sagt konunni að þegja, svo að lokum þá varð ég að biðja þátttakendur með nafni um að svara mér þegar ég spurði en það varð til þess að ég tapaði "umræðum" sem oft leiða til afar góðra upplýsinga. En það var betra en að gera fókus hópinn að einræðu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég þarf að fá uppfræðslu í þessari tækni því sumir vinir okkar tala svo mikið að ég kemst aldrei að...
kv
Ra
Þetta er svo miklu auðveldara þegar ég er í dómarasætinu og get ákveðið hver má tala og hvenær. Mér var bent á það í gær að ég væri klædd eins og dómari í svart-hvítri röndóttri skyrtu! kata
Skrifa ummæli